Hugræn atferlismeðferð

Hugræn atferlismeðferð er sálfræðimeðferð sem hefur gefist vel við ýmsum röskunum. Hugræn atferlismeðferð byggir á hugrænum aðferðum sem grundvallast af því,  að tilfinningar okkar og gjörðir eru undir áhrifum af hvernig við upplifum og skiljum mismunandi uppákomur í lífinu. Það eru ekki aðstæðurnar sjálfar sem stjórna tilfinningum okkar, heldur hvernig við upplifum þær og vinnum úr þeim.

Til að breyta neikvæðu hugsanamunstri er nauðsynlegt að vinna skipulega. Fólk sem þjáist af þunglyndi hefur oft neikvæðar hugsanir um sjálft sig, aðra og framtíðina, og jákvæðir atburðir falla í skuggann, þar sem þeir teljast ekki með. Þessi hugsunarháttur eykur þunglyndi með því að svartmála upplifanir okkar af aðstæðum og atburðum. Við getum tekist á við þunglyndið með því að læra að þekkja hvaða hugsanir hafa áhrif á að við verðum döpur og í hvaða aðstæðum það gerist helst. Til að þetta takist verðum við að læra að vera meðvituð um neikvæðar hugsanir okkar og hvernig þær hafa áhrif á okkur.

Besta aðferðin til að beina athylginni að slíkum hugsunum er að velja okkur ákveðnar aðstæður og skrifa niður þær hugsanir sem koma upp í hugann í þessum aðstæðum. Með þessu móti fáum við meiri fjarlægð frá hugsununum, og þær tapa gjarnan einhverju af sannleiksgildi sínu. Þetta gefur okkur líka betra tækifæri til að meta hugsanirnar á gagnrýninn hátt, og svara þeim jafnskjótt og þær koma fram í hugann. Með þessum aðferðum fáum við betri innsýn í hvaða hugsanir hafa áhrif á líðan okkar, og verður útgangspunktur fyrir hvað við getum gert í framhaldinu.

Comments are closed.